Úrvalsvísitala OMXI10 hækkaði um 0,01% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 2073,55 punktum. Viðskipti dagsins fremur dræm en heildarvelta nam ekki nema 402,6 milljónum íslenskra króna í 61 viðskiptum.

Mest velta var með bréf Brim, fyrir 95,5 milljónir króna í fimm viðskiptum. Sömuleiðis hækkuðu bréf Brim næst mest eða um 2,79% en félagið tilkynnti í dag að það fjárfesti fyrir 13,3 milljarða króna í Arctic Prime Fisheries APS.

Næst mest viðskipti voru með bréf Símans fyrir 88,5 milljónir króna og þriðja mest velta var með bréf Arion banka fyrir rúmar 73 milljónir.

Mest hækkuðu bréf Icelandair eða 2,79% í viðskiptum upp á þrjár milljónir króna og standa bréf félagsins í 1,84 krónum hvert.

Mest lækkuðu bréf Kviku banka eða um 1,44% í 19 milljón króna viðskiptum og standa bréf félagsins nú í 9,55 krónum hvert. Næst mest lækkun var á bréfum Skeljungs, um 1,43%, í 55 milljón króna viðskiptum. Bréf félagsins standa nú í 8,3 krónum hvert og hafa þau hækkað um 5,44% það sem af er árs.