Fjárfestar sem veðjuðu á kosningaloforð Trumps í innviðamálum hafa dregið sig úr ýmsum fjárfestingum sem tengjast félögum sem sérhæfa sig í uppbyggingu á innviðum.

Fjallað er um málið á vef Bloomberg fréttaveitunnar, en gengi bréfa í körfu af verktaka og iðnaðarfyrirtækjum hefur lækkað um allt að 5% í dag.

Markaðurinn virðist meta það svo að Trump og hans menn muni ekki ráðast í að fríska upp á innviði Bandaríkjanna fyrr en árið 2018. Líklegast mun mest orka fara í að breyta skattalöggjöfinni og heilbrigðislöggjöfinni, svo önnur mál gætu dregist.

Bespoke Investment Group valdi fyrirtækin í kröfuna en meðal þeirra eru: AECOM, Chicago Bridge & Iron Co., Fluor Corp., Jacobs Engineering Group Inc., Martin Marietta Materials Inc., Vulcan Materials Co. og U.S. Steel Corp.