Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 1,14% í viðskiptum dagsins. Lokagildi vísitölunnar er nú í 1.708,37 stigum og hefur Úrvalsvísitalan því lækkað um nær 9,15% frá áramótum. Velta á hlutabréfamarkaði nam rúmlega 2,1 milljarði króna.

Úrvalsvísitölun sem mest lækkuðu voru Síminn hf., Marel hf. og Icelandair Group hf. Síminn lækkaði um 2,30% og stendur nú í 2,98 krónum á hlut, Marel lækkaði um 2,20% og stendur í 244 krónum á hlut, á meðan Icelandair stendur í 24,40 krónum á hlut.

Aðeins tvö úrvalsvísitölufélög hækkuðu í verði. HB Grandi hækkaði um 0,98% og Hagar hækkuðu um 0,37%. Hluturinn í HB Granda fæst nú á 25,75 krónur á hlut, en hluturinn í Högum fæst á 53,90 krónur á hlut.

Almennt hreyfðust önnur félög á markaði lítið, þó voru nokkrar undantekningar. Fjarskipti hf. sem kynnti árshlutauppgjör sitt í gær lækkaði um 4,36% í 272 milljón króna viðskiptum og fæst hver hlutur nú á 4,36%. Nýherji hækkaði um 3,58% í tæplega 12 milljón króna viðskiptum.

Aðalvísitala skuldabréfa var nánast óhreyfð, en hún hækkaði um 0,04%. Óverðtryggða vísitalan hækkaði um 0,31% og verðtryggða vísitalan 0,15%. Frá áramótum hefur Aðalvísitala skuldabréfa hækkað um 4,64%.