Fjöldi ferðamanna í júlí var 210 þúsund og dróst saman um 16% frá sama mánuði árið áður þegar þeir voru tæplega 250 þúsund. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar.

Segir á vef Hagstofunnar að á sama tíma fækkaði brottfararfarþegum með íslensk ríkisfang um 9%, úr 66 þúsund í 60 þúsund. Á síðastliðnum fjórum mánuðum, apríl til ágúst, hefur ferðamönnum fækkað um 17% miðað við sama tímabil árið áður. Fjöldi ferðamanna þessa fjóra mánuði var 737 þúsund árið 2018 en 610 þúsund árið 2019.

Gistinætur í júní voru 1.166.000 sé litið til allra tegunda gististaða og fækkaði þeim úr 1.208.000 frá sama mánuði árið áður, eða um 3%. Gisting greidd í gegnum vefsíður dróst saman um 11%, auk þess sem óskráðum gistinóttum (t.d. bíla- og innigisting) fækkaði um 30%, úr 60 þúsund í júní í fyrra í 42 þúsund í júní 2019. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum stóðu nánast í stað, Framboð hótelherbergja jókst um 3% á milli ára á meðan nýtingarhlutfall þeirra lækkaði úr 78% niður í 72%," segir í fréttinni.