Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði á landinu var 1355 í september og þeim fjölgar um 28% frá fyrri mánuði. Þetta er einnig fjölgun um 2,6% frá septermber á fyrra ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands sem birtar voru í dag.

Hlutfallslega fjölgar samningum mest á Austurlandi eða um 181,8%, en fjöldi samninga var 31 í september sl. en einungis 11 í ágúst 2015 og í september 2014.

Þinglýstir leigusamningar um íbúðarhúsnæði voru 725 í september sl. en voru 660 í ágúst 2015 en það er 13,9% hækkun milli mánaða. Hækkum milli ára er 3,7% en þinglýstir leigusamningar voru 725 í september 2014.