Félag kvenna í atvinnulífinu gagnrýnir skort á fjölbreytileika í Kauphöllinni. Bendir félagið á að það sé 0% kynjafjölbreytileiki hjá Kauphallarfyrirtækjum - eftir að Sigrún Ragna Ólafsdóttir lætur af störfum hjá VÍS.

FKA telur að það sé umhugsunarefni fyrir atvinnulífið að eina konan sem stýrt hefur fyrirtæki innan Kauphallarinnar hafi nú látið af störfum.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður félagsins, beinir þeim tilmælum til forstjóra og stjórnenda að byggja upp fjölbreyttan og öflugan stjórnendahóp og jafnframt að það sé umhugsunarvert hversu einsleitur forstjórahópur landsins sé. Hún óskar þó Jakobi Sigurðssyni til hamingju með starfið.