Fulltrúar Marel tóku á móti Félagi kvenna í atvinnulífinu í aðventuheimsókn viðskiptanefndar FKA í síðustu viku.

Konur deildu reynslu sinni úr viðskiptalífinu en rúmlega eitthundrað FKA-konur fóru í heimsóknina í Marel. Hlýddu þær á erindi annarra FKA felagskvenna sem starfa hjá fyrirtækinu. Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, var meðal þeirra sem fluttu erindi á fundinum.

Þá leitar FKA að tilnefningum fyrir þrjár FKA viðurkenningar sem verða afhentar þann 23. janúar næstkomandi . Frestur til að senda inn tilefningar rennur út í dag, 26. nóvember.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Hulda Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri FKA sem hóf nýlega störf hjá Marel, hélt erindi á fundinum.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Yfir hundrað konur sóttu fundinn.

FKA Marel
FKA Marel
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Stella Leifsdóttir, Andrea Róbertsdóttir og Þóra Björk Schram voru meðal gesta á fundinum.