Heil 47% aðspurðra eru andvígir sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. 41% eru fylgjandi. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup.

Þegar kemur að sölu sterks áfengis voru rúmlega tveir af hverjum þremur sem spurðir voru andvígir. 22% aðspurðra eru fylgjandi. Í báðum flokkunum voru 12% aðspurðra hvorki andvígir né fylgjandi.

Bein tengsl virðast vera milli aldurs þeirra sem spurðir eru og afstöðu þeirra til sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum.

Yngsti aldurshópurinn, fólk á aldrinum 18-29 ára, er 51% fylgjandi og 31% andvígur. Elsti aldursflokkurinn, 60 ára og eldri, eru 27% fylgjandi og 62% andvígir.

Mikill munur er svo á kjósendum stjórnmálaflokkanna og afstöðu þeirra til málefnisins. Ljóst er af tölum Gallup að kjósendur Sjálfstæðisflokks og Pírata eru hlynntastir sölunni, en 59% kjósenda Sjálfstæðisflokks og 46% kjósenda Pírata eru hlynntir sölunni. Aðeins 10% kjósenda Vinstri grænna eru hlynntir sölunni, og heil 85% þeirra eru andvígir henni.