Stórir bankar, tryggingafélög og önnur fjármálafyrirtæki virðast ætla að velja Dublin á Írlandi sem staðsetningu fyrir nýjar höfuðstöðvar sínar í innan Evrópusambandsins samkvæmt skýrslu frá Ernst & Young. Business Insider greinir frá. Samkvæmt skýrslunni hafa 59 af þeim 222 fyrirtækjum sem Ernst & Young fylgist með, gefið það út þau ætli að færa hluta eða alla starfsemi sína frá Bretlandi eftir að landið gegnur úr Evrópusambandinu.

19 af þeim 59 fyrirtækjum sem hyggjast færa sig um set hafa gefið það út að þau hyggjast færa sig til Dublin á Írlandi. Frankfurt kemur þar rétt fyrir aftan en 18 fyrirtæki hafa nefnt það að færa sig til þýsku borgarinnar. Í þriðja sæti kemur svo Lúxemborug en 11 fyrirtæki hyggjast færa starfsemi til hertogadæmisins.

Omar Ali, greiningaraðili hjá Ernst & Young segir skýrsluna sýna að það sé ljóst að enginn ný miðstöð fjármála sé að myndast í Evrópu. Í staðinn virðast bankar og önnur fjármálafyrirtæki vera með mismunandi staði í huga sem nýja valkost í stað London.