Flugfreyjur hjá flugfélagi Íslands hafa boðað til verkfalls eftir viku og er félagið þegar farið að gera ráðstafanir. Ef ekki nást samningar mun allt innanlandsflug á vegum Flugfélags Íslands leggjast niður í þrjá daga. Þetta kemur á vef Ruv í dag.

Meira en ár er síðan kjarasamningur Flugfreyjufélags Íslands og Flugfélags Íslands rann út og hafa samninganefndir tvívegis náð samningum á tímabilinu sem félagsmenn í Flugfreyjufélaginu hafa fellt. Að sögn Sturlu Óskars Bragasonar, varaformanns samninganefndar Flugfreyjufélagsins, miðar viðræðum lítið.

Ef samningar nást ekki skellur verkfallið á föstudaginn 27. janúar og stendur til sunnudags 29. janúar.