Flugfargjöld til útlanda sem undirliður í vísitölu neysluverðs lækkuðu um 9 og 10% í desember og janúar síðastliðnum. Fjóra mánuðina þar á undan höfðu flugfargjöld hækkað nokkuð lítillega eða um 1-6% eftir að hafa lækkað um 12 og 14% í bæði júlí og ágúst á síðasta ári.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í september síðastliðnum hækkaði verð á flugfargjöldum til útlanda töluvert frá apríl til júní á síðasta ári eftir fall WOW air en þar á undan höfðu flugfargjöld lækkað 42 mánuði í röð eða frá október 2015.

Sömu lækkunarsögu er hins vegar ekki að segja af flugfargjöldum innanlands sem undirlið í vísitölu neysluverðs en þau hafa nú hækkað 14 mánuði í röð eða frá því í desember árið 2018.