Flugfélögin Icelandair og Play lækkuðu mest allra félaga í viðskiptum dagsins. Icelandair lækkaði mest allra félaga í aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag eða um 3% í 61 milljón króna viðskiptum. Play lækkaði jafnframt um 2,58% á First North markaðnum í 17 milljón króna viðskiptum.

Gengi hlutabréfa Síldarvinnslunnar hækkaði mest allra félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag, eða um 1,43% í um 400 milljón króna viðskiptum. Aðeins þrjú önnur félög hækkuðu umfram 1 prósent á aðalmarkaði í dag. Brim um 1,3% í um 100 milljón króna viðskiptum, Reitir um 1,23% í um 60 milljón króna viðskiptum og Sjóvá um 1,11% í um 160 milljón króna viðskiptum.

Mesta veltan var með bréfum í Arion, tæplega 840 milljónir króna. Næst mesta veltan var með bréfum í Marel upp á ríflega 650 milljónir króna. Þriðja mesta veltan var með bréfum í Kviku upp á 610 milljónir króna.

Heildarvelta á aðalmarkaði nam 4,3 milljörðum króna í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,2% og stóð lokagildi hennar í 3.243.39.