Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,17% í 4,8 milljarða veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Helmingur félaga aðalmarkaðarins var rauður í viðskipum dagsins. Bæði Icelandair og Play lækkuðu um tæplega eitt prósent í dag en síðarnefnda félagið hefur nú 8,4% á einum mánuði. Icelandair hefur sömuleiðis lækkað um 6% á síðustu þremur vikum.

Mesta veltan var með hlutabréf Marels, eða um 1,15 milljarðar króna, sem stóðu í stað í 870 krónum á hlut.

Fasteignafélagið Reitir, sem skilaði uppgjöri eftir lokun markaða í gær, lækkaði um 0,6% í 145 milljóna veltu. Félagið, sem hagnaðist um 2,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi, hefur engu að síður hækkað um 43% í ár.

Skeljungur lækkaði mest allra félag aðalmarkaðarins eða um 2,1%, þó í aðeins 7 milljóna veltu. Þar á eftir fylgdi Eimskip í 1,2% lækkun en hlutabréfaverð flutningafélagisns stendur nú í 484 krónum á hlut.