Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa samþykkt nýjan kjarasamning sem gildir til 30. september 2025. Atkvæðagreiðslu lauk í dag. Frá þessu er greint frá í fréttatilkynningu.

„Samningurinn er í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með um að auka vinnuframlag en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur flugfreyja og flugþjóna. Þá stuðlar samningurinn að auknum sveigjanleika, bæði fyrir félagið og starfsfólk," segir í tilkynningunni.

Félags­menn Flug­freyju­fé­lags Íslands sam­þykktu nýjan kjara­samn­ing með 83,5% greiddra atkvæða, en raf­rænni kosningu lauk kl. 12 hádegi og hafði staðið yfir frá því á hádegi síð­asta mið­viku­dag, 22. júlí.