Stjórnar- og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands ákvað fyrir skömmu að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um vinnustöðvun í vélum Primera Air Nordic SIA . Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er nú ljós.

Félagar í Flugfreyjufélaginu samþykktu ótímabundna vinnustöðvun flugfreyja um borð í vélunum, sem fljúga farþegum til og frá Íslandi. Vinnustöðvunin hefst á klukkan sex að morgni fimmtudaginn 15. nóvember hafi samningsaðilar ekki náð saman um nýja kjarasamninga fyrir þann tíma. Þetta kemur fram á vefsíðu Flugfreyjufélags Íslands.

Atkvæðisrétt höfðu 2.097 félagsmenn og greiddu 573 þeirra atkvæði. Féllu atkvæði þannig að já sögðu 567, nei sagði 1, fimm seðlar voru auðir eða ógildir.