Flutningaskipið Ever Given sem hefur verið strandað í Súez skurðinum í tæpa viku losnaði í kringum tvö leytið í dag. Skipið siglir nú norður skurðinn. Financial Times segir frá.

Flutningaskipið festist á þriðjudaginn síðasta í stormasömu veðri, og lá þvert yfir allan skurðinn. Um 370 flutningaskip höfðu safnast saman sitthvorum megin við stífluna. Losun Ever Green hefur mikla þýðingu fyrir alþjóðahagkerfið en um 12% af flutningum heims fara í gegnum Súez skurðinn sem tengir saman Evrópu og Asíu.

Hollenska fyrirtækið Boskalis, sem leiddi björgunaraðgerðina, hafði áður sagt að það væri einungis 70% líkur á að leysa skipið í þessari viku.