Í apríl flutti Icelandair Group 214 þúsund farþega í millilandaflugi. Það er 13% aukning fram yfir sama tímabil á síðasta ári. Framboðsaukning í sætiskílómetrum félagsins nam 18%. Þá var sætanýting 80,6% og lækkaði um 1,6 prósentustig á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru 23 þúsund í apríl sem er fjölgun um 6% á milli ára.  Framboð félagsins í apríl var aukið um 1% samanborið við fyrra ár. Sætanýting nam 71,9% og jókst um 1,9 prósentustig á milli ára.

Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi stóðu í stað á milli ára. Fraktflutningar jukust um 16% frá því á síðasta ári. Seldum gistinóttum á hótelum félagsins fjölgaði um 15% miðað við apríl 2015. Herbergjanýting var 74,3% en hún nam 68,5% í apríl í fyrra.