Sony hyggst færa höfuðstöðvar sínar í Bretlandi til Hollands til þess að koma í veg fyrir möguleg óþægindi sem Brexit gæti skapað. BBC greinir frá.

Nokkur japönsk fyrirtæki hafa verið að bregðast við Brexit með því að flytja höfuðstöðvar sínar frá Bretlandi og hefur Sony nú fetað í sömu fótspor.

Að öllu óbreyttu mun Bretland yfirgefa ESB í mars á þessu ári, en ekki hefur enn náðst samningur um útgönguna milli aðilanna.

Í nýlegri ferð sinni til Bretlands greindi forsætisráðherra Japan, Shinzo Abe frá áhyggjum sínum yfir afleiðingum þess ef Bretland fer samningslaust út úr ESB. Að hans sögn gæti það skaðað japönsk fyrirtæki sem eru með starfsemi í Bretlandi, en japönsk fyrirtæki eru samtals með um það bil 150.000 starfsmenn á sínum snærum í Bretlandi.