Fjármálaeftirlitið hefurmetið Kviku hæft til að eiga og fara með 100% eignarhlut í Virðingu hf.

Með samþykki Fjármálaeftirlitsins hafa öll skilyrði fyrir kaupum Kviku á öllu hlutafé Virðingar verið uppfyllt að því er kemur fram í tilkynningu frá Kviku. Stefnt  er að því að sameina félögin undir nafni Kviku. Félagið sem verður með um 235 milljarða króna í stýringu og fjölda sjóða í rekstri.

Áður hafði Samkeppniseftirlitið samþykkt kaup Kviku á Virðingu. Í aðdraganda sameiningarinnar var 8 manns sagt upp hjá Kviku.