Sjóðsstjórar í eignastýringu vilja nú fyrir alla muni forðast að skilin verði eftir skilaboð á talhólfum frá greinendum á verðabréfamörkuðum vegna nýrrar reglugerð ESB, Mifid II, að því er Financial Times greinir frá.

Mifid II reglugerðin hefur í för með sér að aðskilja þarf alla starfsþætti. Því mega bankar ekki láta greiningar fylgja með í öðrum viðskiptum heldur þarf að rukka sérstaklega fyrir þær. Sjóðsstjórar óttast því að heyra upplýsingar sem þeir gætu þurft að greiða fyrir í óumbeðnum talhólfsskilaboðum. Greinendur eru á móti að reyna að uppfylla kvóta um hve oft þeir eigi í samskiptum við viðskiptavini. Reglugerðin hefur haft það í för með sér að nú þurfa sjóðsstjórar og greinendur að halda utan um samskipti hvor milli annars, þar með talið fundi, símtöl og jafnvel skilaboð á samskiptamiðlum, samkvæmt frétt Financial Times um málið.

„Þetta hefur hindrað náttúrulegt upplýsingaflæði sem eru mjög mikilvægi í þessum geira,“ segir Neil Scarth, hjá Frost Consulting, sem sérhæfir sig í ráðgjöf til sjóðsstjóra í eignarstýringu.

Reglugerðarbreytingin hefur haft ýmsar óvæntar afleiðingar í för með sér. Til að mynda eiga eignarstýringarfyrirtækin nú í samskiptum við færri greinendur en áður. Þá hafa bankar lækkað verð fyrir greiningar sem gert hefur mörgum í þeim geira erfiðara fyrir og vakið upp spurningar um samkeppnisstöðu bankanna.