Búist er við því að bandaríski bílaframleiðandinn Ford muni tilkynna um forstjóraskipti seinna í dag. Núverandi forstjóri Mark Fields muni þá láta af störfum og er reiknað með að Jim Hackett taki við starfinu. Þetta kemur fram á vef Bloomberg .

Ástæða uppsagnarinnar mun vera sú að mikil óánægja ríkir meðal hluthafa með gengi fyrirtækisins. Hlutabréfaverð Ford lækkað um tæp 40% síðan Fields tók við starfinu árið 2014.

Með ráðningu Hackett sem hefur verið stjórnarformaður Ford Smart Mobiltity hyggst Ford leggja aukna áherslu á sjálfkeyrandi bíla sína auk þróunnar á lausnum í almenningssamgöngum.