Forstjóri Detusche Bank, John Cryan, hefur sent tölvupóst til 100 þúsund starfsmanna bankans, þar sem að hann reynir að lægja þær öldur sem hafa skapast vegna frétta um slæma stöðu bankans. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.

Cryan taldi að bankinn þyrfti að gjalda fyrir orðróma og spákaupmennsku sem urðu þess valdandi að verð í hlutabréfum bankans hríðféllu. Hlutabréf í Deutsche náðu lágmarki í dag og traust til bankans heldur áfram að minnka.

Forstjórinn sagði jafnframt að bankinn hafi aldrei verið í eins sterkri stöðu á síðustu tuttugu árum. Hins vegar hafa fjárfestar miklar áhyggjur af bankanum sem þarf til að mynda að greiða sekt upp á 14 milljarða dollara vegna hlutar þeirra í efnahagskreppunni 2008.