Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair keypti 100 þúsund hluti í fyrirtækinu í dag, á 27,95 krónur hvern hlut, og nema kaupin því 2.750.000 krónum.

Nemur hlutabréfaeign Björgólfs nú því 1.400.000 hlutum sem samsvara 39.130.000 krónum. Við lok markaða í gær voru 1.300.000 hlutir hans að andvirði 39.445.000 en þeir væru nú að andvirði 36.335.000 svo af þeim hlutum hefur hann því tapað 3.120.000 króna yfir nótt.

Hlutabréf fyrirtækisins hafa lækkað um tæp 8% á mörkuðum í dag, frá því að enda í 30,35 krónum á hvern hlut við lok markaða í gær. Eftir lokun markaða birti Icelandair ársfjórðungsuppgjör sitt.