Jean-Sébastien Jacques, forstjóri námurisans Rio Tinto, mun láta af störfum í kjölfarið á sprengingum á tveimur hellum í Vestur-Ástralíu. Félagið, sem rekur meðal annars ISAL í Straumsvík, sendi frá sér yfirlýsinguna í ljósi mótmæla almennings.

Forstjórinn mun halda starfinu fram í mars á næsta ári eða þar til nýr forstjóri kemur til starfa. Umfjöllun á vef Financial Times.

Hellarnir eru taldir vera á söguslóðum og hefur stjórnarformaður félagsins sagt að sprengingin hafi verið mikil mistök og að fyrirtækið muni tryggja að slíkt hið sama muni ekki gerast aftur. Tveir aðrir háttsettir stjórnendur Rio Tinto munu þurfa að víkja.