Brian T. Moynihan, forstjóri Bank of America, fékk 16 milljónir dollara í tekjur frá fyrirtækinu á síðasta ári, jafnvirði 2 milljarða króna. Moynihan fékk 1,5 milljónir dollara í laun og 14,5 milljónir dollara í formi fjármálagerninga sem tengdir eru þróun hlutabréfaverðs bankans.

Árið 2014 fékk Moynihan 13 milljónir dollara frá Bank of America or er því um 23 prósent launahækkun að ræða fyrir hann. Moynihan hefur verið forstjóri bankans frá 2010, en hafði áður verið forstjóri Merrill Lynch síðan í september 2008.

Hlutabréf í Bank of America lækkuðu um 5,9 prósent á árinu 2015. Meðal annars þess vegna vildu sumir í eigendahópi bankans láta reka hann úr forstjórastólnum á síðasta ári. Bankinn átti einnig í útistöðum við eftirlitsaðila.