Frönsk yfirvöld íhuga nú að skattleggja franskar tekjur alþjóðlegra netfyrirtækja. 3% skattur gæti skilað tekjum upp á 68 milljarða króna, samkvæmt Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands. Reuters segir frá .

Haft er eftir ráðherranum í franska dagblaðinu Le Parisien að skattinum yrði beint að fyrirtækjum með 750 milljónir evra í tekjur eða meira, og að minnsta kosti 25 af þeim í Frakklandi. Hann sagði um 30 fyrirtæki falla í þann flokk.

„Skattkerfi sem hæfir 21. öldinni verður að byggja á því hvað er verðmætt í dag, og það eru gögn,“ sagði ráðherrann, en skattinum væri sérstaklega beint að netvöngum (e. Platform companies) sem innheimtu þóknun fyrir að tengja saman fyrirtæki og viðskiptavini þeirra.

Þá sagði hann skattinn að einhverju leyti réttlætismál, þar sem netrisarnir greiddu að jafnaði um 14 prósentustigum lægri skatta en smá og miðlungsstór evrópsk fyrirtæki.