Framboð hótelherbergja hefur farið vaxandi á ný en það dróst mjög saman þegar mörg hótel ákváðu að loka vegna áhrifa Covid-19 faraldursins. Frá þessu er greint í Hagsjá Landsbankans .

Þrátt fyrir þessa aukningu er fjöldi hótela enn lokaður og má gera ráð fyrir að mörg verði áfram lokuð á næstu mánuðum.

Framboð herbergja eða herbergi í boði, sem hlutfall af þeim fjölda herbergja sem til staðar eru, er þrátt fyrir aukningu síðustu vikur enn sögulega séð mjög lágt. Í dag er framboðið tæplega 60% af þeim herbergjum sem til staðar eru. Til samanburðar var hlutfallið alltaf hærra en 93% frá áramótum og til 19. mars. Þegar minnst var voru einungis um tæplega 1.900 herbergi af 6.300 herbergjum í notkun, sem er um 30% herbergja. Þetta var um miðjan aprílmánuð. Í dag er fjöldi herbergja í notkun um 3.500.