Flugfélagið WOW air stefndi ekki á að taka í notkun nýjar A320neo þotur á árinu og verður því ekki fyrir töfum á afhendingu á slíkum vélum samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Viðskiptablaðið greindi frá því að upp hefði komið framleiðslugalli í nýjum A320neo þotum flugvélaframleiðandans Airbus.

Um er að ræða galla í vélarbúnaði þotanna sem koma frá Pratt & Whitney. Engin þota WOW air er hins vegar með hreyfla frá fyrrnefndum framleiðanda heldur eru vélar WOW búnar CFM LEAP hreyflum.

Wow air á líkt og áður sagði ekki pantaða slíka vél á árinu heldur stefnir á að taka í notkun tvær A321ceo vélar, eina A321neo vél og fjórum A330neo á árinu 2018.