Vísitala framleiðsluverðs hefur lækkað um 7,1% ef miðað er við mars 2016. Þar af hefur verð sjávarafurða lækkað um 12,9% og annar iðnaður lækkað um 15,7%. Afurðir stóriðju hafa hins vegar hækkað um 2,2% á sama tímabili. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.

Vísitala framleiðsluverðs lækkaði um 1,2% milli febrúar og mars 2017. Þar af lækkuðu sjávarafurðir um 3,3%, og annar iðnaður um 3,1%. Matvæli lækkuðu um 0,3% milli mánaða og afurðir stóriðju um 1,8%.