Virði framleiðslu landbúnaðarins lækkaði um 1,0% á síðasta ári, og var áætlað heildarframleiðsluvirði hans um 62,5 milljarðar króna á grunnverði samkvæmt mælingum Hagstofunnar .

Grunnverð er skilgreint þannig að vörustyrkir eru taldir með, en vöruskattar eru dregnir frá. Má rekja lækkun framleiðsluvirðisins til þess að framleiðslumagn minnkaði um 0,5% og verð lækkaði um 1,5% samanborið við árið 2016.

Afurðir af búfjárrækt voru taldar nema andvirði 42,2 milljarða króna og þar af voru vörutengdir styrkir og skattar um 10,9 milljarðar króna. Virði afurða nytjaplönturæktar nam rúmlega 15,7 milljörðum en þar af voru vörutendir styrkir og skattar 502 milljónir króna.

Afganganotkun landbúnaðarins í heild er áætluð 38,6 milljarðar á síðasta ári sem er samdráttur um 5% frá fyrra ári. Má rekja þá breytingu til þess að magn hafi lækkað um 0,8% og verðlækkun hafi numið um 4,3%.