TEDxReykjavík ráðstefnan verður haldin í áttunda skipti sunnudaginn 4. nóvember í Tjarnarbíói. Samtök atvinnulífsins eru bakhjarl TEDxReykjavík eins og undanfarin ár. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna .

Ráðstefnan fer fram á ensku og að þessu sinni er þema hennar framsækin hugsun (e. Forward Thinking) en dagskrá verður birt þegar nær dregur.

Meðal þess sem verður rætt um þetta árið er meðal annars umhverfisvernd og endurvinnsla, tónlist og tækni, réttindi og sýnileiki fatlaðra og málefni LGBTQ fólks. Hugmyndaríkir frumkvöðlar munu deila hugmyndum um hvernig hugsa má hlutina upp á nýtt og búa til betra samfélag.

TEDx viðburðir eru smærri útgáfa af TED þar sem fyrirlesarar víðs vegar úr heiminum flytja stutt og kraftmikil erindi um allt milli himins og jarðar. TEDx-erindin eru svo birt á rásinni TEDx Talks á YouTube þar sem þau eru öllum aðgengileg.

Á TEDx viðburði gefst gestum tækifæri til að eiga góða samverustund með spennandi fyrirlesurum, eiga áhugaverðar samræður og mynda tengsl sín á milli.