Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins, sagði rétt í þessu að Framsóknarflokkurinn hygðist ekki ganga inn í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar og styðja hana að svo stöddu. Þetta kom fram í beinum aukafréttatíma vegna stjórnarslita sem hófst í hádeginu . Sigurður Ingi sagði fyrr í dag í samtali við Viðskiptablaðið að hann hafi átt samskipti við formenn flokka á Alþingi. Hann tók þó fram að að pólitískur órói væri afleitur fyrir samfélagið.

Birgitta Jónsdóttir þingsflokksformaður Pírata segir að flokkur sé til í að skoða samtarf með öllum að undanskildum Sjálfstæðisflokksins. Píratar séu ekki að fara í samtarf við Framsóknarflokksins. „Skynsamlegast að fá nýtt umboð og ganga til kosninga,“ sagði Birgitta. Flokkurinn sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem að þingflokkur Pírata kölluðu eftir því að ný stjórnarskrá yrði samþykkt og að gengið væri til kosninga sem fyrst.