Tímarit Frjálsrar verslunar kom út dag. Í tímaritinu er umfjöllun um nýsköpun og kastljósinu sérstaklega beint að áhugaverðum sprotafyrirtækjum á Íslandi.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra fjallar um málið og í viðtali er Kristín Soffía Jónsdóttir, sem tók við framkvæmdastjórastöðunni hjá Icelandic Startups í vor. Einnig skrifar Helga Valfells, stofnandi og meðeigandi Crowberry Capital , um nýsköpunarumhverfið frá sjónarhorni fjárfesta.

Auk þessa er í blaðinu ýmislegt annað fróðlegt efni. Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, er í viðtali en bankinn sameinaðist TM í vetur. Þá fjallar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri um húsnæðislánamarkaðinn.

Alþingiskosningar fara fram í september og í blaðinu eru formenn flokkanna á þingi spurðir um áherslur þeirra í viðskipta- og efnahagsmálum.

Tímarit Frjálsrar verslunar er meðal annars selt í Pennanum Eymundsson. Hægt er að skrá sig í áskrift hér .