F.Bergsson eignarhaldsfélag, fjárfestingarfélag Frosta Bergssonar, eins stofnenda Opinna kerfa, hagnaðist um 148 milljónir á síðasta ári. Munaði þar mest um hækkun á gangvirði hlutabréfa upp á 128 milljónir króna.

Eignir félagsins í árslok 2020 námu 1,87 milljörðum króna og eigið fé 1,5 milljörðum króna. Stærsta eign félagsins er hlutur í Eik sem var 613 milljóna virði í lok árs 2020. Frosti á meðal annars 15,5% hlut í Opnum kerfum, tæplega fimmtungshlut í Bílaumboðinu Öskju.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .