Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar um sóttvarnarráðstafanir í Hörpu nú kl. 15. Þar mun Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir og Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sitja fyrir svörum, ásamt ríkisstjórninni.

COVID-19 smit hafa látið á sér kræla í samfélaginu undanfarna daga. Miðað við þau orð sem ráðamenn hafa látið falla í samtali við fjölmiðla í dag má teljast öruggt að sóttvarnaraðgerðir verði hertar.

Hægt verður að nálgast beina útsendingu frá fundinum á Vísi.is og á RÚV.is .