Í fréttatilkynningu frá forsetaembættinu kemur fram að fundur forseta og forsætisráðherra verður klukkan 11:00 í dag, en ekki 13:00 eins og Viðskiptablaðið hafði áður haft eftir Morgunblaðinu.

Á fundinum með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands mun Bjarni Benediktsson forsætisráðherra óska eftir heimild til að rjúfa þing svo hægt verði að halda kosningar 28. október næstkomandi.

Eins og sagt var frá í Viðskiptablaðinu í morgun hafa fjölmargir flokkar komið fram með jafnvel fleiri hugmyndir um hvaða mál eigi að klára áður en þingi er slitið, en ekki er komið í ljós hvort sátt hafi náðst um eitthvað mál sem hægt væri að afgreiða fyrir þingrof.