Píratar missa tæplega 8 prósentustiga fylgi milli kannana MMR. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar mælast með nánast jafnt fylgi, en aðeins eins prósentustigs munur er á fylgi flokkanna, sem er innan skekkjumarka. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins jókst um 5,3 prósentustig og fylgi Framsóknar um 2,5 prósentustig. Stuðningur við ríkisstjórnina jókst þá um 7 prósentustig miðað við síðustu mælingu MMR þegar stuðningurinn mældist 26%. Björt Framtíð mælist aðeins með 3,4% fylgi.

Fylgi Samfylkingar mælist 9,7% og fylgi Vinstri grænna 14%. Björt Framtíð mælist með 3,4% fylgi og hefur ekki verið lægra frá því að flokkurinn var fyrst stofnaður í byrjun árs 2013. Framsóknarflokkurinn er  með 11,2% fylgi samkvæmt þessari könnun.