Tap varð á rekstri fiskverslunarinnar Fylgifiska í fyrra, en tapið nam 7 milljónum króna. Árið áður tapaði fiskverslunin 555 þúsund krónum. Fylgifiskar veltu 231 milljón króna í fyrra en til samanburðar velti fiskverlsunin 220 milljónum árið áður.

Eignir námu 18 milljónum króna í árslok 2019 og stóðu nánast í stað frá fyrri áramótum. Eigið fé var neikvætt um 20 milljónir króna en árið áður nam neikvætt eigið fé 13 milljónum króna.

Laun og launatengd gjöld námu 102 milljónum króna í fyrra og jókst launakostnaðurinn um 10 milljónir frá fyrra ári. Ellefu starfsmenn störfuðu að jafnaði hjá félaginu í fyrra.

Guðbjörg Glóð Logadóttir er framkvæmdastjóri Fylgifiska, en hún er jafnframt stærsti hluthafi fiskverslunarinnar með ríflega 38% hlut í sinni eigu.