Alls voru 365 fyrirtæki í viðskiptahagkerfinu í júlí 2020 með að minnsta kosti 50 launþega. Þeim fækkaði um tólf á milli mánaða, eða 3%, og um 54 eða 13% frá sama mánuði árið á undan. Í upphafi árs voru þau 393 og hefur þeim því fækkað um 28 á þessu ári. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýbirtum gögnum Hagstofunnar.

Heildarfjöldi fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu var 14.341 í júlí 2020 og hefur þeim fækkað um 609 frá sama mánuði árið á undan eða um ríflega fjögur prósentustig. Í upphafi þess árs voru þau ríflega 14.250 og hefur þeim því fjölgað það sem af er ári.

Fyrirtæki í viðskiptahagkerfinu með 1, 2-4, 5-9 eða 10-49 starfsmenn hafa öll tekið að fækka ef júlí 2020 er borinn saman við júlí 2019. Fyrirtæki með 10-49 starfsmenn voru 1.700 í júlí 2020 en 1.917 á sama tíma árið undan og fækkaði því um 217 á einu ári eða um 11,3%.