Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir spennu vera í þjóðarbúinu, einkum á vinnumarkaði og að hún sé að aukast. Þetta kom fram í erindi hans hjá Félagi atvinnurekenda síðastliðinn þriðjudag. Erindi hans fjallaði um ástand og horfur í efnahagsmálum hér á landi, auk peningastefnuna.

Fyrirtæki í landinu búa við viðvarandi skort á vinnuafli, atvinnuþátttaka er sögulega há og fyrirtækjum sem starfa við fulla framleiðslugetu heldur áfram að fjölga. Þá hefur atvinnuleysi ekki verið lægra í áratug og langtímaatvinnuleysi nánast þurrkast út. Spenna á vinnumarkaði er því mikil, en á móti vegur innflutningur á erlendu vinnuafli, sem heldur aftur af launaskriði.

Sagði Þórarinn að Seðlabankinn væri tilbúinn að hækka vexti ef samið verður um miklar launahækkanir í febrúar á næsta ári og verðbólguvæntingar færu vaxandi. Fyrirtækin í landinu hafi einfaldlega ekki efni á því að borga miklar launahækkanir.

Nánar er rætt um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .