Rodrigo Rato fyrrum yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fjárdrátt af spænskum dómstóli. Frá þessu greinir AFP fréttaveitan .

Brotin voru framin þegar Rato var bankastjóri Caja Madrid og Bankia. Málið hefur vakið mikla reiði í Spáni. Rato var áður fjármálaráðherra á árunum 1996 til 2004 og yfirmaðurmaður AGS 2004 til 2007.