Wow air flýgur sitt fyrsta flug til Chicago í dag. Flogið er til Chicago O´Hare flugvallar í Airbus A321 fjórum sinnum í viku, á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og laugardögum í allan vetur en flugtíminn er sex klukkutímar og fjörutíu mínútur. Þá verður flogið allt að sex sinnum í viku í ágúst mánuði til þess að anna eftirspurn að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu.

Chicago er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna en hún liggur við Michigan-vatn í Illinois-ríki. Borgin hefur að geyma fjölbreytta menningarflóru, fjörugt íþróttalíf, mat frá öllum heimshornum og afar alþjóðlega stemningu. Þetta er áttundi áfangastaður Wow air í Bandaríkjunum en nú er flogið til New York, Boston, Washington D.C., Miami, Pittsburgh, Los Angeles og San Francisco.