Félagið Urriðaholt var stofnað 2005 og þá fer þetta af stað. Rammaskipulag kom ári síðar og fyrsta deiliskipulag samþykkt 2007,“ segir Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf.

Skömmu eftir það fóru gatnaframkvæmdir af stað og nokkrir hófu að reisa hús áður en hrunið skall á. „Þá voru framkvæmdir hvíldar aðeins áður en þetta fór allt á fullt á ný kringum 2012.“

Allt í allt er gert ráð fyrir því að hverfið telji um 1.750 íbúðir sem munu geta hýst kringum fimm þúsund manns. Að sögn Jóns Pálma þá er stærstur hluti bygginganna þegar risinn en skipulag síðasta hluta hverfisins „austurhluti 2“ og „viðskiptastræti“, var kynnt til sögunnar í byrjun maí. Sá hluti telur um 200 íbúðir til viðbótar við þær tæplega 1.550 sem nú þegar hafa verið skipulagðar. Stór hluti þess hefur þegar risið. Stefnt er að því að skipulagið taki gildi með auglýsingu kringum næstu áramót og hægt sé að hefja framkvæmdir þar í kjölfarið. „

Starfsemi í nýjum skóla, Urriðaholtsskóla, hófst síðasta haust og hann er að stækka. Þetta er sambyggður leik- og grunnskóli,“ segir Jón Pálmi. 21 nemandi í fyrsta til fjórða bekk hóf þar nám síðasta haust.

Til viðbótar á eftir að byggja á svæðinu íþróttahús og sundlaug og þá er ótalið að í hverfinu má finna fyrsta svansvottaða fjölbýlishúsið hér á landi. Urriðaholtsstræti 10-12 hlaut þá nafnbót í árslok 2017 og tók við formlegri viðurkenningu þess efnis síðasta haust. Þar er einnig fyrsta svansvottaða einbýlishúsið.

„Sú viðurkenning er engin tilviljun en hverfið í heild sinni hefur hlotið vistvottun. Það er engin tilviljun í ljósi þeirrar ríku áherslu sem lögð hefur verið á umhverfis- og samfélagsmál í hverfinu frá fyrsta degi,“ segir Jón Pálmi.

Nánar er fjallað um málið í Fasteignamarkaðnum , fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .