Seðlabanki Nýja-Sjálands hefur hækkað stýrivexti í fyrsta sinn í sjö ár. Með þessu vill Seðlabankinn þar í landi sporna gegn hækkandi fasteignaverði og verðbólgu. BBC greinir frá.

Rétt eins og íslenski Seðlabankinn hækkaði Seðlabanki Nýja-Sjálands vexti um 0,25% og eru stýrivextir í Nýja-Sjálandi í kjölfarið 0,5%.

Sjá einnig: Norski seðlabankinn hækkar vexti

Greiningaraðilar höfðu reiknað með vaxtahækkuninni um nokkurt skeið en Seðlabankinn ákvað að hinkra með hækkunina vegna útbreiðslu Delta afbrigðis Covid-19 í Nýja-Sjálandi.

Þá stefnir Seðlabankinn jafnframt á að fella smátt og smátt niður hinar ýmsu aðgerðir sem gripið var til á faraldurstímum til að örva hagkerfið, þar sem hagkerfi Nýja-Sjálands er að taka við sér á ný.