Veiking íslensku krónunnar á undanförnum vikum gæti dregið úr líkum þess að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi áfram vaxtalækkunarferli á komandi mánuðum. Þetta er mat sérfræðinga sem að ViðskiptaMogginn ræddi við. Að mati Ásgeirs Jónssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, gæti frekari gengislækkun leitt til þess að það verði síur von á vaxtalækkunarferli. Næsti vaxtarákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er hinn 23. ágúst næstkomandi.

Gylfi Magnússon, hagfræðidósent, benti á að sveiflur eru nánast lögmál þegar kemur að gjaldeyrismarkað, þá sér í lagi ef að gjaldmiðillinn er lítill líkt og uppi er á teningnum hér á Íslandi. „Peningastefnunefndin horfir til þróunar gengis vegna þess að það hefur áhrif á verðbólgu en ég treysti mér ekki til að fullyrða neitt með það hvort að þessar sveiflur komi til með að hafa áhrif á næstu vaxtaákvörðun,“ segir Gylfi í samtali við Morgunblaðið.