GAMMA Capital Management ehf., fjármálafyrirtæki sem sér um rekstur verðbréfasjóða, fjárfestingasjóða og fagfjárfestingasjóða, hagnaðist um 416 milljónir króna á árinu 2015. Hagnaðurinn er 160% aukning frá hagnaði síðasta árs, sem var 258 milljónir króna.

Aðal tekjulind GAMMA eru umsýslu- og árangurstengdar þóknanir af rekstri sjóða. Af slíkri starfsemi hlaut félagið rúman milljarð króna í tekjur á árinu liðna. Það er um 400 milljóna aukning frá árinu á undan. Fjármunatekjur félagsins námu þá 70 milljónum og drógust saman um 90 milljónir milli ára. Rekstrargjöld félagsins námu þá 538 milljónum.

Eignir félagsins nema 1,3 milljarði króna í lok ársins. Það er 300 milljóna króna aukning. Þar af er eigið fé félagsins 922 milljónir og skuldbindingar 426 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall, reiknað samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, er þá 54,9%, þegar lögbundið lágmark er 8%.

Stjórn félagsins samþykkti að greiddur verði 100 milljóna króna arður af rekstri félagsins árið 2015 í ár.