Í byrjun júlí á næsta ári mun Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, láta af störfum sem sendiherra Íslands í Washington, og taka sæti í stjórn Alþjóðabankans.

RÚV greinir frá þessu og segir starfsmönnum utanríkisráðuneytisins hafa verið tilkynnt um þetta í morgun. Geir var skipaður sendiherra Íslands í Washington árið 2015.

Geir þarf þó líklega ekki að flytja langt þar sem höfuðstöðvar bankans eru staðsettar í Washington og stjórnarmenn því almennt búsettir þar.