Rafmyntin Bitcoin náði nýjum hæðum í dag er gengi rafmyntarinnar rauf 62 þúsund dala múrinn. Þegar þetta er skrifað nemur gengið 62.812 dölum en fyrr í dag fór gengið enn nær 63 þúsund dölunum og hefur það aldrei mælst hærra. Reuters greinir frá.

Nær rafmyntin því sögulegum hæðum degi fyrir skráningu rafmyntamiðlunarinnar Coinbase á hlutabréfamarkað vestanhafs. Er þessi skráning á markað sagður vera mikill áfangi fyrir þá sem trúa á og fjárfesta í rafmyntum.

Gengi eins helsta samkeppnisaðila Bitcoin, rafmyntarinnar Ethereum, náði einnig methæðum í dag er gengið fór upp í 2.205 dali.