Bílaleigan Avis á íslandi og sprotafyrirtækið Travelade hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér bílar Avis verði útbúnir stafrænum ferðahandbókum Travelade sem verða sérsniðnar að þörfum þeirra sem skoða landið á eigin vegum á bíl frá Avis.

Í fréttatilkynningu segir að ferðamenn muni til að mynda geta nýtt sér mismunandi stafrænar ferðahandbækur eftir því hvaða landshluta þeir hyggjast keyra um og hversu lengi þeir dvelja hér á landi. Í ferðahandbókunum sem verða aðgenginlegar á farsímum, spjaldtölvum og fartölvum geta viðskiptavinir Avis skoðað ýmsar upplýsingar og skipulagt ferðalagið áður en þeir koma til landsins, lesið greinar um landið, skoðað veitingastaði og bókað ferðir með afþreyingarferðum svo eitthvað sé nefnd.

Starfrænu ferðahandbækur Travelade kallast Wanderguides og segir í tilkynningunni að þær hafi hingað til notið töluverðra vinsælda á meðal AirBnB gestgjafa, eigenda gistiheimila og annarra sem eru í miklum samskiptum við erlenda ferðamenn sem skipuleggja ferðir sínar sjálfir. Samningur Avis og Travelade er sá fyrsti sinnar tegundar við bílaleigu á Íslandi.