Samkvæmt bráðabirgðatölum, sem byggjast á fyrstu skilum fyrir júlímánuð, má ætla að gistinætur á hótelum í júlí hafi verið um 269.000 samanborið við 507.800 í júlí 2019. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar .

Því má ætla að orðið hafi um 47% samdráttur í fjölda gistinátta frá júlí 2019. Samkvæmt sömu áætlun var rúmanýting í júlí 2020 um 46,1% samanborið við 70,5% í sama mánuði í fyrra.

Hagstofa Íslands gefur út tölur um gistinætur ferðamanna á hótelum í hverjum mánuði og birtast þær að jafnaði 30 dögum eftir að mánuði lýkur, en þá eru skil frá hótelum vanalega um 90%.